Þjóðbúningafélag Vestfjarða

Þjóðbúningafélag Vestfjarða var stofnað þann 10. mars 2007 og voru stofnfélagar 9 í dag eru þeir orðnir 37.  Markmið félagsins er að gera þjóðbúninginn að almenningseign á Vestfjörðum og hvetja þá sem eiga búninga að nota þá við sem flest tækifæri.  Starfsemi félagsins hefur að mestu snúist um námskeiðahald þar sem félagar sauma búninga á sig og sína.  Tvær sýningar á íslenskum búningum og munum tengdum þeim hafa verið haldnar í samstarfi við Byggðasafn Vestfjarða í Gamla Sjúkrahúsinu á Ísafirði.

Á árunum 2007 og 2008 stóð félagið fyrir 5 námskeiðum í búningasaum og balderingu.  Þegar hafa verið saumaðir herrabúningar, peysuföt, upphlutir og gömlum búningum verið breytt eða þeir saumaðir upp.  Telst okkur til að nú þegar hafi verið saumaðir yfir 30 búningar á námskeiðum félagsins auk þess að milli 5 og 10 búningar eru í vinnslu, þar af eru nokkrar konur að sauma faldbúning.

Á þessari síðu verða settar inn upplýsingar um væntanleg námskeið og fréttir og myndir af starfsemi félagsins.  Hafir þú áhuga á að ganga í Þjóðbúningafélag Vestfjarða og taka þátt í námskeiðum á vegum félagsins sendu þá póst á greta@snerpa.is

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband