Fréttabréf 2010

Kæri félagsmaður Þjóðbúningafélags Vestfjarða. 

Ný stjórn var kosin á síðasta aðalfundi félagsins sem var haldinn 26. mars s.l. Hún er þannig skipuð: Margrét Skúladóttir formaður, Anna Jakobína Hinriksdóttir varaformaður, Sigríður Helgadóttir gjaldkeri, Hrafnhildur Hafberg ritari og Soffía Þóra Einarsdóttir meðstjórnandi. Einnig voru 2 endurskoðendur valdir. 

Ákveðið var á aðalfundi að félagsgjöld verði 2500 kr. á ári. Þeir sem greiða gjaldið teljast félagar í Þjóðbúningafélaginu. Einnig var samþykkt að ganga til samstarfs við Heimilisiðnaðarfélagið og munu 500 kr. af félagsgjaldinu renna til þess. Þjóðbúningafélag Vestfjarða verður fyrsta félagið á landsbyggðinni sem gengur til samstarfs við Heimilisiðnaðarfélagið. Samningaviðræður eru í gangi um þau fríðindi sem félagar ÞV munu njóta af þessu samstarfi, en það má nefna t.d. afslátt í verslun. 

Tvær nefndir voru skipaðar:Námskeiðsnefnd: Anna Jakobína, Soffía Þóra, Margrét SkúlaDagatalsnefnd: Hrafnhildur, Sigþrúður, Matthildur                                  

Helstu atriði úr starfsemi félagsins á árinu:

·       Sýning var haldin í Safnahúsinu snemmsumars í samstarfi við Kvenfélagið Hlíf.

·       Félagið stóð fyrir menntun tveggja kennara sem eru hér á svæðinu og leiðbeina á  námskeiðunum í vetur.

·       Námskeiðin voru auglýst í öllum þéttbýliskjörnum á svæðinu og er námskeiði í 20. aldar upphlut að ljúka um áramót.

·       Eftir áramót er stefnt að því að hafa námskeið í upphluti barna, peysufötum og balderingu (ef næg þátttaka fæst), er skráning þegar hafin á þau. Dagatalsnefnd hefur starfað í sumar og haust og mun dagatalið koma út í byrjun desember. Eru félagsmenn hvattir til að styrkja félagið og kaupa dagatalið (tilvalin jólagjöf). Hægt er að nálgast dagatölin hjá dagatalanefnd eða stjórn félagsins 

 Framundan hjá félaginu:

·       Föstudaginn 14. janúar 2011 ætlar Þjóðbúningafélag Vestfjarða að halda miðvetrarfagnað þar sem félagsmenn mæta í búningum og gera sér glaðan dag. Staður og nánari upplýsingar verður auglýst síðar í svæðisfjölmiðlum.

·       Aðalfundur mun verða haldinn 11. mars 2011, hann verður auglýstur með viðeigandi hætti þegar nær dregur. Við hvetjum alla félagsmenn til að nota búningana sína við sem flest tækifæri. 

 F.h stjórnar,

Margrét Skúladóttir formaður Hrafnhildur Hafberg ritari


Vetrarstarf og Gaman saman

Sæl öll.Nú vil ég minna á að vetrastarfið er að hefjast og byrjar það með námskeiðum í 20.aldar upphlutum og 19.aldar barnabúningum núna um miðjan sept verður kennt einn dag í viku þriðjud og miðvikud þrjá tíma í senn. Nánari uppl gefur GRÉTA í síma 893628 En er hægt að taka við 2-3 á námskeiðin.Okkur langar einnig að fara út að borða saman í búningunum okkar og er stefnan tekin á að fara áður en Maggi Hauks lokar niður í neðsta og var FÖSTUDAGURINN 25 SEPT fyrir valinu. Áhugasamir hafið sambandi við Grétu sem fyrst.

Dagatal

Sæl öllStjórn Þjóðbúningafélagsins hefur ákveðið að láta búa til dagatal fyrir árið 2010 með myndum af fólki í þjóðbúningum. Við fengum styrk til þess frá Menningarráði Vestfjarða og á næstu dögum fer vinna við verkefnið í gang. Ágúst Atlason ætlar að taka myndirnar sem verða tekna bæði inni og úti. Meiningin er að taka myndir af fólki og börnum í þjóðbúningum við hversdalsegar aðstæður, nútímalegar athafnir og í vinnu. Það er í sjálfu sér nýtt því þjóðbúningurinn hefur verið settur upp á stall og myndir af honum gjarnan teknar við torfbæi eða gamla hluti. Ef vel tekst til verður þetta dagatal bæði skemmtilegt og kannski örlítið ögrandi. Dagatalið verður hið vandaðasta og verður selt á Vestfjörðum og víðar. Við erum því að leita að fólki á öllum aldri, í öllum stærðum og af báðum kynjum til að vera fyrirsætur. Áhugasamir hafi samband við Matthildi í síma 8404001 eða Margréti 8993628 eða með því að svara þessum pósti.

Saumakvöld einu sinni í mánuði

Við ætlum að prufa að hafa saumakvöld fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði frá kl. 20:00 til 22:00 í salnum á efri hæð í Félagsheimilinu í Hnífsdal.  Allir félagar eru velkomnir.  Fyrsta saumakvöldið verður þriðjudaginn 4. nóvember

Hlökkum til að sjá sem flesta,

Anna Jakobína Hinriksdóttir og Margrét Skúladóttir


Aðalfundur Þjóðbúningafélags Vestfjarða

Aðalfundur Þjóðbúningafélags Vestfjarða verður haldinn í Félagsheimilinu Hnífsdal þann 16. október 2008 klukkan 20:00

 

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og  kosning stjórnar.

 

Umræður um starfsemi félagsins, framtíðarhorfur og framtíðarsýn.

 

Stjórn Þjóðbúningafélags Vestfjarða

 

Munið eftir heimasíðunni


Námskeið í vetur

Nú fer vetrarstarfsemi Þjóðbúningafélags Vestfjarða senn að hefjast.  Í tilefni af því ákváðum við að senda út eins konar fréttabréf með upplýsingum um hvað verður á döfinni í vetur bæði í tölvupósti og með tilkynningum á þessa heimasíðu.  Þó fyrr hefði verið kunna sum ykkar að hugsa.  Í vetur munið þið fá tilkynningar  í tölvupósti þegar breytingar verða eða nýjar upplýsingar berast um tímasetningar á námskeiðum og þess háttar. 

Stjórnarfundur verður haldinn núna í lok september og aðalfundur í framhaldi af því.  Fundarboð á aðalfundinn verður sent síðar.  Sú hugmynd hefur komið upp að halda árshátíð fljótlega eftir áramótin, þá færum við út að borða, vitaskuld klæddar í þjóðbúninga.  Látið endilega heyra frá ykkur hvað ykkur finnst um þetta. 

Eftirfarandi námskeið verða í boði í vetur.  Athugið að þau falla niður ef ekki fæst næg þátttaka.  Ef þið viljið skrá ykkur á einhver af eftirtöldum námskeiðum þá svarið þessum pósti eða sendið póst á greta@snerpa.is  Ef þið þekkið einhverja sem langar á námskeiðin en eru ekki í félaginu þá endilega hvetjið þau til að hafa samband við okkur.

 

Fyrir áramót

Perlu og flauelsskurður

*Staður: Reykjavík, Heimilisiðnaðarskólinn Nethyl 2e

*Tími: 18. og 19. okt.

*Kostnaður:  12.800 efni innifalið

*Lengd 8 klst

Nú þegar hafa 5 skráð sig (þær sem eru að sauma faldbúning) meiningin er að sameinast um bíla og fara keyrandi .

Baldering

*Staður: Félagsheimilið Hnífsdal

*Tími: fyrirhugað í okt. - nóv. nánar auglýst síðar

*kennari: Herdís Pétursdóttir

*Kostnaður: kr. 42.000 +1000 kr skráningagjald efni innifalið

*Lengd 32 klst.

Nú þegar hafa 4 skráð sig en lágmark er 6-8

Eftir áramót

Búningasaumur

Upphlutur/peysuföt

*Staður:  Félagsheimilið Hnífsdal

*Tími: febrúar til apríl nánar auglýst síðar

*Kennari: Guðrún Hildur Rosenkjær

*Kostnaður: kr. 79.500 +1000 kr skráningagjald ,auk efniskostnaðar (frá u.þ.b. 40.000)

*lengd: 40 klst.  (4 helgar)

Nú þegar hafa 5 skráð sig en lágmark er 6-8

Herrabúningur

*Staður: Félagsheimilið Hnífsdal

*Tími:  febúar til apríl nánar auglýst síðar

*Kennari: Guðrún Hildur Rosenkjær

*Kostnaður: kr. 79.500 +1000 kr skráningagjald, auk efniskostnaðar (frá u.þ.b. 40.000)

*Lengd: 40 klst.  (4 helgar)

1 skráð en lágmark er 6-8

 

Möttull, skyrta og svunta:  

*Staður: Félagsheimilið Hnífsdal

*Tími: febúar til apríl nánar auglýst síðar

*Kennari: Guðrún Hildur Rosenkjær

*Kostnaður: 29.200 -36.500+1000kr skráningagjald,  auk efniskostnaðar

*LengdL um.þ.b 2 helgar)

4 skráðar en lágmark er 6-8  athugið að hægt er að skrá sig í að gera eingöngu möttul eða svuntu eða skyrtu.

 

Bestu kveðjur og gangi ykkur vel

 

Matthildur Helga og Jónudóttir

Margrét Skúladóttir

Anna Jakobína Hinriksdóttir

Guðbjörg Ólafsdóttir

 


Þjóðbúningafélag Vestfjarða

Þjóðbúningafélag Vestfjarða var stofnað þann 10. mars 2007 og voru stofnfélagar 9 í dag eru þeir orðnir 37.  Markmið félagsins er að gera þjóðbúninginn að almenningseign á Vestfjörðum og hvetja þá sem eiga búninga að nota þá við sem flest tækifæri.  Starfsemi félagsins hefur að mestu snúist um námskeiðahald þar sem félagar sauma búninga á sig og sína.  Tvær sýningar á íslenskum búningum og munum tengdum þeim hafa verið haldnar í samstarfi við Byggðasafn Vestfjarða í Gamla Sjúkrahúsinu á Ísafirði.

Á árunum 2007 og 2008 stóð félagið fyrir 5 námskeiðum í búningasaum og balderingu.  Þegar hafa verið saumaðir herrabúningar, peysuföt, upphlutir og gömlum búningum verið breytt eða þeir saumaðir upp.  Telst okkur til að nú þegar hafi verið saumaðir yfir 30 búningar á námskeiðum félagsins auk þess að milli 5 og 10 búningar eru í vinnslu, þar af eru nokkrar konur að sauma faldbúning.

Á þessari síðu verða settar inn upplýsingar um væntanleg námskeið og fréttir og myndir af starfsemi félagsins.  Hafir þú áhuga á að ganga í Þjóðbúningafélag Vestfjarða og taka þátt í námskeiðum á vegum félagsins sendu þá póst á greta@snerpa.is

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband