Dagatal
25.8.2009 | 14:26
Sæl öllStjórn Þjóðbúningafélagsins hefur ákveðið að láta búa til dagatal fyrir árið 2010 með myndum af fólki í þjóðbúningum. Við fengum styrk til þess frá Menningarráði Vestfjarða og á næstu dögum fer vinna við verkefnið í gang. Ágúst Atlason ætlar að taka myndirnar sem verða tekna bæði inni og úti. Meiningin er að taka myndir af fólki og börnum í þjóðbúningum við hversdalsegar aðstæður, nútímalegar athafnir og í vinnu. Það er í sjálfu sér nýtt því þjóðbúningurinn hefur verið settur upp á stall og myndir af honum gjarnan teknar við torfbæi eða gamla hluti. Ef vel tekst til verður þetta dagatal bæði skemmtilegt og kannski örlítið ögrandi. Dagatalið verður hið vandaðasta og verður selt á Vestfjörðum og víðar. Við erum því að leita að fólki á öllum aldri, í öllum stærðum og af báðum kynjum til að vera fyrirsætur. Áhugasamir hafi samband við Matthildi í síma 8404001 eða Margréti 8993628 eða með því að svara þessum pósti.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.