Námskeið í vetur

Nú fer vetrarstarfsemi Þjóðbúningafélags Vestfjarða senn að hefjast.  Í tilefni af því ákváðum við að senda út eins konar fréttabréf með upplýsingum um hvað verður á döfinni í vetur bæði í tölvupósti og með tilkynningum á þessa heimasíðu.  Þó fyrr hefði verið kunna sum ykkar að hugsa.  Í vetur munið þið fá tilkynningar  í tölvupósti þegar breytingar verða eða nýjar upplýsingar berast um tímasetningar á námskeiðum og þess háttar. 

Stjórnarfundur verður haldinn núna í lok september og aðalfundur í framhaldi af því.  Fundarboð á aðalfundinn verður sent síðar.  Sú hugmynd hefur komið upp að halda árshátíð fljótlega eftir áramótin, þá færum við út að borða, vitaskuld klæddar í þjóðbúninga.  Látið endilega heyra frá ykkur hvað ykkur finnst um þetta. 

Eftirfarandi námskeið verða í boði í vetur.  Athugið að þau falla niður ef ekki fæst næg þátttaka.  Ef þið viljið skrá ykkur á einhver af eftirtöldum námskeiðum þá svarið þessum pósti eða sendið póst á greta@snerpa.is  Ef þið þekkið einhverja sem langar á námskeiðin en eru ekki í félaginu þá endilega hvetjið þau til að hafa samband við okkur.

 

Fyrir áramót

Perlu og flauelsskurður

*Staður: Reykjavík, Heimilisiðnaðarskólinn Nethyl 2e

*Tími: 18. og 19. okt.

*Kostnaður:  12.800 efni innifalið

*Lengd 8 klst

Nú þegar hafa 5 skráð sig (þær sem eru að sauma faldbúning) meiningin er að sameinast um bíla og fara keyrandi .

Baldering

*Staður: Félagsheimilið Hnífsdal

*Tími: fyrirhugað í okt. - nóv. nánar auglýst síðar

*kennari: Herdís Pétursdóttir

*Kostnaður: kr. 42.000 +1000 kr skráningagjald efni innifalið

*Lengd 32 klst.

Nú þegar hafa 4 skráð sig en lágmark er 6-8

Eftir áramót

Búningasaumur

Upphlutur/peysuföt

*Staður:  Félagsheimilið Hnífsdal

*Tími: febrúar til apríl nánar auglýst síðar

*Kennari: Guðrún Hildur Rosenkjær

*Kostnaður: kr. 79.500 +1000 kr skráningagjald ,auk efniskostnaðar (frá u.þ.b. 40.000)

*lengd: 40 klst.  (4 helgar)

Nú þegar hafa 5 skráð sig en lágmark er 6-8

Herrabúningur

*Staður: Félagsheimilið Hnífsdal

*Tími:  febúar til apríl nánar auglýst síðar

*Kennari: Guðrún Hildur Rosenkjær

*Kostnaður: kr. 79.500 +1000 kr skráningagjald, auk efniskostnaðar (frá u.þ.b. 40.000)

*Lengd: 40 klst.  (4 helgar)

1 skráð en lágmark er 6-8

 

Möttull, skyrta og svunta:  

*Staður: Félagsheimilið Hnífsdal

*Tími: febúar til apríl nánar auglýst síðar

*Kennari: Guðrún Hildur Rosenkjær

*Kostnaður: 29.200 -36.500+1000kr skráningagjald,  auk efniskostnaðar

*LengdL um.þ.b 2 helgar)

4 skráðar en lágmark er 6-8  athugið að hægt er að skrá sig í að gera eingöngu möttul eða svuntu eða skyrtu.

 

Bestu kveðjur og gangi ykkur vel

 

Matthildur Helga og Jónudóttir

Margrét Skúladóttir

Anna Jakobína Hinriksdóttir

Guðbjörg Ólafsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband